Menu

Okkar vinna

Hjá Tjarnargötunni er valinn maður í hverju rúmi. Hópurinn er fullur af hugmyndaríku fólki sem bókstaflega lifir og hrærist í að fá, móta og vinna hugmyndir fyrir verkefni dagsins í dag og þau sem framtíðin ber í skauti sér.

Okkur finnst gott að drekka kaffi og við erum ekki frá því að það renni örlítið betur niður samhliða góðri hugmynd. Eða miðlungs fínni, ómótaðri og jafnvel óljósri, skiptir ekki öllu, við getum fundið flöt á þessu með þér og gert hana að veruleika. Kíktu bara á okkur.

Við þekkjum alla gömlu góðu miðlana eins og blessað handarbakið, en við stærum okkur sérstaklega af að vera með nýmiðlana í rassvasanum. Jafnframt höfum við víðtæka þekkingu á stafrænum almannatengslum og áhrifavöldum á netinu. Við vitum hversu mikilvægt það er að koma sögunni, með öðrum orðum auglýsingunni, áfram og hvernig á að gera það. Stundum þarf að ýta snjóboltanum af stað svo hann rúlli hratt og örugglega af stað. Við getum í raun sagst vera reiprennandi þegar kemur að tungumáli notendadreifingar markaðsefnis á netinu.

Auglýsingar

Við framleiðum auglýsingar af öllum stærðargráðum í samstarfi við hverskyns fyrirtæki. Ekkert verk er of lítið og ekkert er of stórt. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort við komum að borðinu alveg frá byrjun, í miðjunni eða ekki fyrr en í eftirvinnslunni, lokaniðurstaðan er alltaf sú sama: Að búa til efni sem hefur áhrif og allir eru stoltir af.

Ímynd

Ímyndin skiptir öllu máli. Fyrir okkur og fyrir þig. Samantektarmyndbönd frá ráðstefnum, innri markaðssetning fyrirtækja eða hverslags viðtöl eru öll jafn mikilvæg í okkar augum vegna þess að við vitum að hvert einasta púsl í myndinni hefur áhrif á heildina.

Skapandi/Gagnvirkt

Í veröld þar sem tækninýjungar spretta upp eins og gorkúlur, getur verið mikilvægt að feta nýjar slóðir. Oft er það ógnvekjandi, stundum bráðnauðsynlegt og en lang oftast stórskemmtilegt. Tæknin getur nefnilega fært auglýsingar upp á nýtt og persónulegt plan og skapað þannig eitthvað alveg ógleymanlegt. Þetta snýst í grunninn allt um að koma skilaboðunum á rétta staði og til þess að svo megi vera, þarf boðleiðin að vera greið.

Myndefni

Við framleiðum allar tegundir af myndefni allan ársins hring sem er jafn fjölbreytt og veðrið á Íslandi. Sama hvort það er efni fyrir samfélagsmiðla, landkynningarmyndbönd, viðburðir og veislur, ef það er hægt að taka það upp, þá gerum við það.

Tónlist

Við höfum verið það heppin að vinna með einhverjum allra hæfileikaríkustu tónlistamönnum íslands í gegnum árin. Hér er brot af þeim fjölmörgu myndböndum sem við höfum unnið.

Markmið okkar er einfalt: Við framleiðum hágæða auglýsingar, á stuttum tíma, sem að áhorfandinn vill sjá og vill segja frá og deila því efni með sínum vinum og vandamönnum.

Vertu í bandi

Ef þú hefur einhverjar spurningar, uppástungur eða hefur náð þeim stað að langa til að óska eftir tilboði í verkið, þá erum við meira en tilbúin til að taka vel á móti þér.