Menu

Um okkur

Árið 2011 byrjuðu nánast ókunnugir menn að búa saman á Tjarnargötunni. Báða vantaði meðleigjanda og til að gera langa sögu óx sambúðinni sannarlega fiskur um hrygg og áður en langt um leið höfðu þeir Addi og Einar stofnað fyrirtæki við borðstofuborðið. Fyrirtækið fékk nafnið Tjarnargatan og tóku hugmyndir, framkvæmdir og framleiðsla að flæða úr stofunni og út í kosmósið.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Tjarnargatan hefur vaxið og dafnað vel á þeim sex árum sem hún hefur verið til. Fyrirtækið hefur flust búferlum og er alls ekki rekið í borðstofunni lengur og við erum stolt af að nú erum við fjórtán innanborðs.
Tjarnargatan er náttúrulega ekkert annað en fólkið sem vinnur þar. Starfsfólki sem í ósérhlífni sinni leggur ýmislegt á sig til þess að okkur takist að skila afbragðs efni til viðskiptavini sem við getum öll verið stolt af.

Raunverulega sameinumst við í að langa að láta til okkar taka í síbreytilegu landslagi þegar kemur að auglýsingum og öðru markaðsefni, því við gerum okkur grein fyrir að þetta snýst ekki bara um að gera stórar auglýsingar sem þurfa að lifa tímunum saman. Á tímum samfélagsmiðla og netsins í heildina, er það einfaldlega ekki nóg. Krafan um nýtt og skemmtilegt efni hefur líklega aldrei verið meiri en akkúrat núna. Fyrirtæki og félagasamtök þurfa því að miðla upplýsingunum sínum hratt og örugglega, og þar komum við sterk til leiks.

Við leggjum okkur fram um að koma fingri á hina hárfínu línu milli sölu og skemmtanagildis. Það gerum við með því að koma skilaboðum skilmerkilega til neytenda eða draga þá að okkur með framúrskarandi myndefni og tæknilegum útfærslum. Markmiðið okkar er að skapa efni sem fær fólk til að langa til að deila því með vinum sínum. Gæðastimplarnir verða ekki stærri í okkar augum.
Í okkar bókum er ekkert verkefni of lítið eða of stórt. Hugmyndir geta komið í öllum stærðum. Við erum góð í að láta hugann reika, láta braka vel í og finna lausnir sem henta hverjum og einum.

Tjarnargatan stofnuð

Tjarnargatan stofnuð af Einari Ben og Adda Atlondres.July 2011

Tjarnargatan flytur í skrifstofuhúsnæði

Tjarnargatan flytur í nýtt skrifstofuhúsnæði úti á Granda og hefur störf þar.June 2012

Bjartasta vonin 2012

Bjartasta vonin á NEXPO 2012February 2013

Óhefbundna auglýsing ársins 2012

Verkefni: Þjóðhátíð blásin af - Verðlaun: NEXPO - Samstarfsaðilar: VitaminWater & VífilfellFebruary 2013

Stafræna auglýsing ársins 2012

Verkefni: Þjóðhátíð blásin af - Verðlaun: Lúðurinn (ÍMARK) - Samstarfsaðilar: VitaminWater & VífilfellMarch 2013

Besta markaðsherferðin á netinu 2013

Verkefni: Höldum Fókus - Verðlaun: SVEF - Samstarfsaðilar: Síminn & SamgöngustofaJanuary 2014

Herferð ársins 2013

Verkefni: Höldum Fókus - Verðlaun: NEXPO - Samstarfsaðilar: Síminn & SamgöngustofaFebruary 2014

Almennaheillaauglýsing ársins 2013

Verkefni: Höldum Fókus - Verðlaun:  Lúðurinn (ÍMARK) - Samstarfsaðilar: Síminn & SamgöngustofaFebruary 2014

Samfélagsmiðlaauglýsing ársins 2013 (tilnefning)

Verkefni: Takk Óli Verðlaun: Lúðurinn Samstarfsaðilar: Arion banki & Hvíta húsiðFebruary 2014

Vefauglýsing ársins 2013 (tilnefning)

Verkefni:Hámark_Vinir deila Verðlaun: Lúðurinn Samstarfsaðilar: Vífilfell & BrandenburgFebruary 2014

Viðburður ársins (tilnefning)

Verkefni: Takk Óli Verðlaun: Lúðurinn Samstarfsaðilar: Arion banki & Hvíta húsiðFebruary 2014

Tjarnargatan flytur niður í bæ

Tjarnargatan flytur skrifstofu sína niður í bæ á Tryggvagötu 17August 2014

Frumlegasti vefurinn 2014

Verkefni: Örugg Borg - Verðlaun: SVEF - Samstarfsaðilar: UN Women á Íslandi & SíminnJanuary 2015

Corporate Social Responsibility Campaign Of The Year 2016 (tilnefning)

Verkefni: Hold Fokus - Verðlaun: European Excellence Awards (tilnefning) - Samstarfsaðilar: Trygg Trafikk & GjensidigeDecember 2015

Tónlistarmyndband ársins 2016

Hlustendaverðlaun 365 Lag: See Hell - Listamaður: Agent FrescoJanuary 2016

Ein af þremur bestu samfélagsmiðlaherferðum 2016

Verkefni: Hold Fokus Verðlaun: Gullenken Samstarfsaðilar: Trygg Trafikk & GjensidigeFebruary 2016

Silver Awards 2016

Verkefni: Hold Fokus Verðlaun: Max Marketing Mix Samstarfsaðilar: Trygg Trafikk & GjensidigeFebruary 2016

Almennaheillaauglýsing ársins 2015 (tilnefning)

Verkefni: Útmeð'a Verðlaun:Lúðurinn Samstarfsaðilar: Geðhjálp & Rauði krossinnMarch 2016

Best Interactive Content Piece or Series 2016 (Tilnefning)

Verkefni: Hold Fokus - Verðlaun: Digiday Content Marketing Awards, New York - Samstarfsaðilar: Trygg Trafikk & GjensidigeMay 2016

Innovation Of The Year 2016

Verkefni: Hold Fokus - Verðlaun: Digital Communication Awards, Berlin - Samstarfsaðilar: Trygg Trafikk & GjensidigeSeptember 2016

Best CSR campaign of 2016

Verkefni: Hold Fokus - Verðlaun: Digital Communication Awards, Berlin - Samstarfsaðilar: Trygg Trafikk & GjensidigeSeptember 2016

Institutonal image campaign of the year (tilnefning)

Verkefni: Hold Fokus Verðlaun: Sabre Awards Samstarfsaðilar: Trygg Trafikk & GjensidigeOctober 2016

Tónlistarmyndband ársins 2017(tilnefning)

Hlustendaverðlaun 365 Lag: Reykjavík - Tónlistarmaður: Emmsjé GautiFebruary 2017

Tónlistarmyndband ársins 2017 (tilnefning)

Íslensku tónlistarverðlaunin Lag: Mars - Hljómsveit: One Week WonderMarch 2017

Tónlistarmyndband ársins 2017 (tilnefning)

Íslensku tónlistarverðlaunin Lag: Reykjavík - Tónlistarmaður: Emmsjé GautiMarch 2017

Vertu í bandi

Ef þú hefur einhverjar spurningar, uppástungur eða hefur náð þeim stað að langa til að óska eftir tilboði í verkið, þá erum við meira en tilbúin til að taka vel á móti þér.