Menu

Dauðadómur fyrir Samgöngustofu

Samgöngustofa - Death Penalty

24.08.2018

Á ári hverju lendir fjöldi erlendra ferðamanna í umferðarslysum og óhöppum á Íslandi. Samgöngustofa leitaði til okkar með það að leiðarljósi að fækka banaslysum og stuðla að öryggi ferðamanna með því að minna á notkun bílbelta og þá staðreynd að beltin bjarga lífum.

 

Skilaboðin eru einföld en myndefnið sterkt. Efnið var sérsniðið fyrir hvern net- og samfélagsmiðil fyrir sig og mismunandi uppbygging notuð til að hámarka virkni á hverjum miðli fyrir sig. Birtingar beindust einungis að erlendum ferðamönnum og horft framhjá þeim sem aðeins millilenda á Íslandi. Vikulegar aðlaganir fóru fram á birtingum út frá nýjustu tölum og árangri og allar skýrslur um árangur sendar beint til yfirvalda.

Spennum beltin!

🚎🚐🚙🚚🚛🚜🛵🚑🚒🚓

Vertu í bandi

Ef þú hefur einhverjar spurningar, uppástungur eða hefur náð þeim stað að langa til að óska eftir tilboði í verkið, þá erum við meira en tilbúin til að taka vel á móti þér.