Menu

Höldum fókus 4 komið af stað!

24.10.2018

Fjórða útgáfan af Höldum fókus herferðinni er opinberlega komin af stað! Samningar hafa náðst við alla samstarfsaðila en að þessu sinni bætist Strætó við í hóp eldri samstarfsaðila, Sjóvá og Samgöngustofu. Tjarnargatan mun að venju sjá um alla framleiðslu en herferðin mun sem fyrr beinast gegn notkun ökumanna á farsímum undir stýri.

Sam­kvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var fyrir Sjóvá nota tæp­lega 70% öku­manna snjallsímann ólög­lega undir stýri. Þetta eru vondar niður­stöður og ljóst að um­ferðaröryggi er ógnað með þess­ari þróun.

Fyrri herferðir Höldum fókus hafa borið góðan árangur. Í viðhorfskönnun sem Capacent gerði í undanfara fyrstu herferðinnar kom í ljós að í aldurshópnum 18-24 sögðust 22% oft nota símann undir stýri. Í könnun sem framkvæmd var eftir herferðina mátti sjá afgerandi mun í þessum aldurshópi en þá var hlutfall þessa hóps komið niður í 8%.

Höldum fókus verkefnið var til þess gert að breyta viðhorfi fólks og hegðun hvað varðar símanotkun á meðan á akstri stendur og við hlökkum til að sýna ykkur Höldum fókus 4.

Light by Gjensidige

24.10.2018

Fyrr á árinu fengum við skemmtilegt verkefni inn á borð til okkar frá Gjensidige, sem er eitt stærsta tryggingarfélag í Noregi. Við höfum unnið talsvert af verkefnum með Gjensidige áður, til dæmis norska útgáfu af Höldum fókus (sem þýðist snilldarlega sem Hold Fokus) og auglýsingar með fótboltahetjunni Martin Ødegaard sem skotnar voru í Noregi.

Verkefnið var að gera auglýsingu fyrir nýtt app og tryggingar frá Gjensidige sem kallast Light og er fyrir þá sem eiga kannski ekki mikið af eignum en vilja tryggja einhverja ákveðna hluti. Um var að ræða beta-útgáfu af appinu og var því ákveðið að taka Light þemað alla leið og láta líta út fyrir að auglýsingin væri enn í vinnslu. Sem dæmi má nefna var engin grafík notuð heldur var hún öll á pappaspjöldum. Við lögðum undir okkur Gamla bíó í heila viku en það eitt að smíða leikmyndina tók 4 daga.
Hér fyrir neðan má sjá safn mynda frá tökunum.
English below.

 

Earlier this year we had the opportunity to work with Gjensidige, a leading insurance company in Norway. This is not our first collaboration with the good people of Gjensidige, before we have produced a Norwegian version of our Hold Focus concept with them among other ads with soccer legend Martin Ødegaard.
This time it was a production for a new product from Gjensidige called Light, an app for people who don’t own a lot of things but still have interest in insurance for some valuable items. It was still a beta-version of the app so it was decided to take the concept of light further and make it look like the ad was still being worked on. For example we did not use any graphics but instead wrote them on cardboard. The beautiful hall of Gamla bíó was our home for the next week, but the building of the set took 4 whole days.

Dauðadómur fyrir Samgöngustofu

Samgöngustofa - Death Penalty

24.08.2018

Á ári hverju lendir fjöldi erlendra ferðamanna í umferðarslysum og óhöppum á Íslandi. Samgöngustofa leitaði til okkar með það að leiðarljósi að fækka banaslysum og stuðla að öryggi ferðamanna með því að minna á notkun bílbelta og þá staðreynd að beltin bjarga lífum.

 

Skilaboðin eru einföld en myndefnið sterkt. Efnið var sérsniðið fyrir hvern net- og samfélagsmiðil fyrir sig og mismunandi uppbygging notuð til að hámarka virkni á hverjum miðli fyrir sig. Birtingar beindust einungis að erlendum ferðamönnum og horft framhjá þeim sem aðeins millilenda á Íslandi. Vikulegar aðlaganir fóru fram á birtingum út frá nýjustu tölum og árangri og allar skýrslur um árangur sendar beint til yfirvalda.

Spennum beltin!

🚎🚐🚙🚚🚛🚜🛵🚑🚒🚓

Tjarnargatan tilnefnd til Íslensku auglýsingaverðlaunanna

02.03.2017

 

Í dag voru tilnefningar til Íslensku auglýsingaverðlaunanna dregnar fram í dagsljósið. Án þess að fjölyrða um of þá erum við rígmontin. Segjum það bara umbúðalaust.
Tjarnargatan fékk sumsé fimm tilnefningar í ár fyrir eigin hugmyndavinnu og framleiðslu. Og eins og það hafi ekki verið nóg fengum við svo eina bónus til viðbótar, vegna framleiðslu og eftirvinnslu í herferð sem HN:Markaðsskipti eiga heiðurinn af.

Verðlaunin sem veitt verða í Hörpu þann 10. mars næstkomandi, kallast sjaldnast annað en Lúðurinn, og endurspegla uppskeruhátíð ÍMARK, Félags Íslensks markaðsfólks. Í samráði við SÍA, Samband Íslenskra auglýsingastofa, eru verðlaunin nú veitt í þrítugasta og fyrsta skipti.

Eins og áður segir þá erum við dálítið montin og stolt en nú höfum við í heildina fengið tólf tilnefningar. Hingað til höfum við tekið tvo lúðra með okkur heim og það þykir okkur ofboðslega skemmtilegt. Og annað sem er skemmtilegt; Tvær herferðir okkar eru að fá tilnefningar í annað skiptið. Það eru herferðirnar Höldum Fókus og Út með’a, en fyrrnefnda herferðin vann einmitt til verðlauna á þessari hátíð 2013.

Við hlökkum því heilmikið til að draga fram okkar fínasta púss og skunda saman í Hörpu hvar við ætlum að njóta þess að vera í góðu bransaglensi. Þau verða varla mikið betri.

Hér fyrir neðan má sjá þær tilnefningar sem Tjarnargötunni áskotnuðust í ár.

Stafrænar auglýsingar:
Út með’a  vol.2
Auglýsandi: Geðhjálp & Rauði krossinn
Viðmótshönnun og forritun: Kosmos & Kaos

Samfélagsmiðlar:
Höldum Fókus vol.2 –  Snapchat
Auglýsandi: Síminn/Samgöngustofan

Aukakrónur – Snapchat
Auglýsandi: Landsbankinn

Bein markaðssetning
ÁSA
Auglýsandi: Skeljungur

Almennaheillaauglýsinar
Höldum Fókus vol.2 –  Snapchat
Auglýsandi: Síminn/Samgöngustofan

Aukatilnefning
Vefauglýsingar:
Víta Líf
Auglýsandi: Víta ferðaskirfstofan
Framleiðsla: Tjarnargatan
Hugverk: HN:Markaðsskipti


Hér má síðan sjá allar tilnefningar

Vertu í bandi

Ef þú hefur einhverjar spurningar, uppástungur eða hefur náð þeim stað að langa til að óska eftir tilboði í verkið, þá erum við meira en tilbúin til að taka vel á móti þér.