Menu

Dauðadómur fyrir Samgöngustofu

Samgöngustofa - Death Penalty

24.08.2018

Á ári hverju lendir fjöldi erlendra ferðamanna í umferðarslysum og óhöppum á Íslandi. Samgöngustofa leitaði til okkar með það að leiðarljósi að fækka banaslysum og stuðla að öryggi ferðamanna með því að minna á notkun bílbelta og þá staðreynd að beltin bjarga lífum.

 

Skilaboðin eru einföld en myndefnið sterkt. Efnið var sérsniðið fyrir hvern net- og samfélagsmiðil fyrir sig og mismunandi uppbygging notuð til að hámarka virkni á hverjum miðli fyrir sig. Birtingar beindust einungis að erlendum ferðamönnum og horft framhjá þeim sem aðeins millilenda á Íslandi. Vikulegar aðlaganir fóru fram á birtingum út frá nýjustu tölum og árangri og allar skýrslur um árangur sendar beint til yfirvalda.

Spennum beltin!

🚎🚐🚙🚚🚛🚜🛵🚑🚒🚓

Tjarnargatan tilnefnd til Íslensku auglýsingaverðlaunanna

02.03.2017

 

Í dag voru tilnefningar til Íslensku auglýsingaverðlaunanna dregnar fram í dagsljósið. Án þess að fjölyrða um of þá erum við rígmontin. Segjum það bara umbúðalaust.
Tjarnargatan fékk sumsé fimm tilnefningar í ár fyrir eigin hugmyndavinnu og framleiðslu. Og eins og það hafi ekki verið nóg fengum við svo eina bónus til viðbótar, vegna framleiðslu og eftirvinnslu í herferð sem HN:Markaðsskipti eiga heiðurinn af.

Verðlaunin sem veitt verða í Hörpu þann 10. mars næstkomandi, kallast sjaldnast annað en Lúðurinn, og endurspegla uppskeruhátíð ÍMARK, Félags Íslensks markaðsfólks. Í samráði við SÍA, Samband Íslenskra auglýsingastofa, eru verðlaunin nú veitt í þrítugasta og fyrsta skipti.

Eins og áður segir þá erum við dálítið montin og stolt en nú höfum við í heildina fengið tólf tilnefningar. Hingað til höfum við tekið tvo lúðra með okkur heim og það þykir okkur ofboðslega skemmtilegt. Og annað sem er skemmtilegt; Tvær herferðir okkar eru að fá tilnefningar í annað skiptið. Það eru herferðirnar Höldum Fókus og Út með’a, en fyrrnefnda herferðin vann einmitt til verðlauna á þessari hátíð 2013.

Við hlökkum því heilmikið til að draga fram okkar fínasta púss og skunda saman í Hörpu hvar við ætlum að njóta þess að vera í góðu bransaglensi. Þau verða varla mikið betri.

Hér fyrir neðan má sjá þær tilnefningar sem Tjarnargötunni áskotnuðust í ár.

Stafrænar auglýsingar:
Út með’a  vol.2
Auglýsandi: Geðhjálp & Rauði krossinn
Viðmótshönnun og forritun: Kosmos & Kaos

Samfélagsmiðlar:
Höldum Fókus vol.2 –  Snapchat
Auglýsandi: Síminn/Samgöngustofan

Aukakrónur – Snapchat
Auglýsandi: Landsbankinn

Bein markaðssetning
ÁSA
Auglýsandi: Skeljungur

Almennaheillaauglýsinar
Höldum Fókus vol.2 –  Snapchat
Auglýsandi: Síminn/Samgöngustofan

Aukatilnefning
Vefauglýsingar:
Víta Líf
Auglýsandi: Víta ferðaskirfstofan
Framleiðsla: Tjarnargatan
Hugverk: HN:Markaðsskipti


Hér má síðan sjá allar tilnefningar

Vertu í bandi

Ef þú hefur einhverjar spurningar, uppástungur eða hefur náð þeim stað að langa til að óska eftir tilboði í verkið, þá erum við meira en tilbúin til að taka vel á móti þér.