Menu

Hugmynd, Framkvæmd, Framleiðsla

Ferlið

Við erum afar stolt af þeirri góðu og sérsniðnu þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar. Í sannleika sagt er hér allt morandi í reyndum leikstjórum, hugmyndasmiðum og kvikmyndargerðarfólki sem fer skapandi- og skemmtilegar leiðir með það fyrir augum að mæta þínum þörfum. Með svona fólk innanborðs, getum við ekki annað en verið alls óhrædd við að feta ótroðnar slóðir með þér.

01.

Hugmynd

Það má líkja góðum hugmyndum við gjaldmiðil. Þær drífa einstaklinga og fyrirtæki, neytendur og notendur áfram.

02.

Framkvæmd

Hugmynd er byrjunarreitur árangurs. Ferlið sem við bjóðum uppá gerir það að verkum að hugmyndinni er komið í verk og hún gerð að veruleika.

03.

Framleiðsla

Færnin til að umbreyta hugmynd í gallharða staðreynd er lykillinn að settu marki. Hugmyndirnar fá byr undir báða vængi sé þeim komið fyrir á réttum miðli og berast þannig hratt og örugglega til tiltekins markhóps.

Gamla tuggan um að stærðin skipti ekki máli á vel við hérna. Í alvöru, hún skiptir ekki máli. Einyrkjar, auglýsingastofur, lítil fyrirtæki eða risastór. Við finnum alltaf út úr þessu enda býsna vel búin til framleiðslu sjónvarpsauglýsinga, efnis fyrir vef-og samfélagsmiðla auk hverskyns efnis til notkunnar í innri markaðssetningu fyrirtækja. Framleiðslu, teikningar, hljóðvinnslu og beint streymi afgreiðum við líka með bros á vör.

Vertu í bandi

Ef þú hefur einhverjar spurningar, uppástungur eða hefur náð þeim stað að langa til að óska eftir tilboði í verkið, þá erum við meira en tilbúin til að taka vel á móti þér.