Menu

Myndefni

Við framleiðum allar tegundir af myndefni allan ársins hring sem er jafn fjölbreytt og veðrið á Íslandi. Sama hvort það er efni fyrir samfélagsmiðla, landkynningarmyndbönd, viðburðir og veislur, ef það er hægt að taka það upp, þá gerum við það.

Auglýsingar

Við framleiðum auglýsingar af öllum stærðargráðum í samstarfi við hverskyns fyrirtæki. Ekkert verk er of lítið og ekkert er of stórt. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort við komum að borðinu alveg frá byrjun, í miðjunni eða ekki fyrr en í eftirvinnslunni, lokaniðurstaðan er alltaf sú sama: Að búa til efni sem hefur áhrif og allir eru stoltir af.

Ímynd

Ímyndin skiptir öllu máli. Fyrir okkur og fyrir þig. Samantektarmyndbönd frá ráðstefnum, innri markaðssetning fyrirtækja eða hverslags viðtöl eru öll jafn mikilvæg í okkar augum vegna þess að við vitum að hvert einasta púsl í myndinni hefur áhrif á heildina.

Skapandi/Gagnvirkt

Í veröld þar sem tækninýjungar spretta upp eins og gorkúlur, getur verið mikilvægt að feta nýjar slóðir. Oft er það ógnvekjandi, stundum bráðnauðsynlegt og en lang oftast stórskemmtilegt. Tæknin getur nefnilega fært auglýsingar upp á nýtt og persónulegt plan og skapað þannig eitthvað alveg ógleymanlegt. Þetta snýst í grunninn allt um að koma skilaboðunum á rétta staði og til þess að svo megi vera, þarf boðleiðin að vera greið.

Tónlist

Við höfum verið það heppin að vinna með einhverjum allra hæfileikaríkustu tónlistamönnum íslands í gegnum árin. Hér er brot af þeim fjölmörgu myndböndum sem við höfum unnið.