Menu

Höldum fókus 4 komið af stað!

06.09.2018

Fjórða útgáfan af Höldum fókus herferðinni er opinberlega komin af stað! Samningar hafa náðst við alla samstarfsaðila en að þessu sinni bætist Strætó við í hóp eldri samstarfsaðila, Sjóvá og Samgöngustofu. Tjarnargatan mun að venju sjá um alla framleiðslu en herferðin mun sem fyrr beinast gegn notkun ökumanna á farsímum undir stýri.

Sam­kvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var fyrir Sjóvá nota tæp­lega 70% öku­manna snjallsímann ólög­lega undir stýri. Þetta eru vondar niður­stöður og ljóst að um­ferðaröryggi er ógnað með þess­ari þróun.

Fyrri herferðir Höldum fókus hafa borið góðan árangur. Í viðhorfskönnun sem Capacent gerði í undanfara fyrstu herferðinnar kom í ljós að í aldurshópnum 18-24 sögðust 22% oft nota símann undir stýri. Í könnun sem framkvæmd var eftir herferðina mátti sjá afgerandi mun í þessum aldurshópi en þá var hlutfall þessa hóps komið niður í 8%.

Höldum fókus verkefnið var til þess gert að breyta viðhorfi fólks og hegðun hvað varðar símanotkun á meðan á akstri stendur og við hlökkum til að sýna ykkur Höldum fókus 4.

Get in touch

Phone us, email us, or drop into our office for a chat. Our door is always open to questions, suggestions or enquiries.